Haley ekki á leiðinni í forsetaframboð

Donald Trump og Nikki Haley fóru yfir óvænta uppsögn Haley ...
Donald Trump og Nikki Haley fóru yfir óvænta uppsögn Haley á blaðamannafundi á skrifstofu forsetans í dag. AFP

Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum, segir ástæðu óvæntrar uppsagnar sinnar í dag ekki vera að hún hyggur á forsetaframboð árið 2020.

Haley hefur verið nefnd sem hófsamari kostur repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram eftir tvö ár, en óvissa ríkir um stuðning við Donald Trump, ríkjandi Bandaríkjaforseta.

„Nei, ég er ekki að fara í forsetaframboð,“ sagði Haley á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

Haley sagði hins vegar lítið um raunverulegar ástæður uppsagnar sinnar. Hún sagði einungis að stundum væri nauðsynlegt að stíga til hliðar eftir runu mikilla áskorana. Haley hefur staðið í ströngu í starfi sínu sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, en hún hefur gegnt starfinu frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar í fyrra.

Úrsögn Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, málefni Ísraels og Palestínu, refsiaðgerðir gegn Rússum, efnavopnaárásir í Sýrlandi, stjórnmálaástand í Íran, refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu og viðurkenning Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels eru meðal nokkurra stórra áskorana sem Haley hefur þurft að fást við í starfi sínu á innan við ári.

Haley hef­ur verið sendi­herra Banda­ríkj­anna inn­an Sam­einuðu þjóðanna frá því ...
Haley hef­ur verið sendi­herra Banda­ríkj­anna inn­an Sam­einuðu þjóðanna frá því Trump tók við embætti for­seta í janú­ar í fyrra. AFP

Fregnir af uppsögn Haley komu töluvert á óvart, jafnvel hjá utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Trump segist hins vegar hafa vitað að Haley hafi langað að taka sér frí frá störfum fyrir um sex mánuðum. Trump hrósaði henni fyrir vel unnin störf og staðfesti að Haley muni láta af störfum um áramótin.

Eftirmaður hennar í starfi verður skipaður á næstu tveimur til þremur vikum, að sögn forsetans.

mbl.is
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...