Aftur út í geiminn næsta vor

Nick Hague, geimfari NASA, eftir að hann lenti á flugvellinum …
Nick Hague, geimfari NASA, eftir að hann lenti á flugvellinum í Kasakstan. AFP

Rússnesku og bandarísku geimfararnir Aleksey Ovchinin og Nick Hague munu líklega fljúga aftur út í geiminn næsta vor. Þetta sagði Dmitry Rogozin, yfirmaður rússnesku geimstöðvarinnar.

Eldflaug sem átti að bera þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi og urðu þeir að framkvæma neyðarlendingu.

„Strákarnir munu alveg örugglega fljúga aftur,“ skrifaði Rogozin á Twitter og setti með færslunni mynd af sjálfum sér með geimförunum.

„Við erum að skipuleggja flugið þeirra næsta vor,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert