Rosalegt áfall fyrir Portúgal

Víða hefur orðið talsvert tjón.
Víða hefur orðið talsvert tjón. AFP

„Portúgal er fátækt land og svona áföll eru rosaleg,“ segir Hulda Björnsdóttir, Íslendingur sem er búsett í bænum Penela á Portúgal, í samtali við mbl.is.

Brotin tré, sveigðir símastaurar og rústaður kirkjugarður var meðal þess sem Hulda sá á göngu sinni í morgun en bærinn hennar er líkt og margir bæir í Portúgal illa leikinn eftir að fellibylurinn Leslie reið yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 

Hulda sofnaði ekki fyrr en það hafði lygnt upp úr ...
Hulda sofnaði ekki fyrr en það hafði lygnt upp úr sex í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Rafmagnslaust í alla nótt

„Svona um kortér yfir tíu í gærkvöldi fór rafmagnið og síminn af. Það komst aftur á í morgunsárið,“ segir Hulda. Hún segir að bærinn, sem er staðsettur um 180 kílómetra norðan við höfuðborgina Lissabon, sé varinn af fjöllum og því séu aðrir bæir sem séu verr útleiknir. Þá nefnir hún að fjöldi fólks sé enn án rafmagns og símasambands víða um landið.

Hulda hefur verið búsett á Portúgal síðastliðin átta ár en bjó þar á undan í Kína. Hún segir að eftir dvöl sína í Kína þekki hún vel inn á svona ofsaveður en nefnir að hún hafi talað við vinkonu sína, og býr í um 30 kílómetra fjarlægð frá henni, sem hafi grátið í símann.

Þetta hús skemmdist þegar stórt tré féll á það í ...
Þetta hús skemmdist þegar stórt tré féll á það í borginni Figueira da Foz í nótt. AFP

Óvenjulegt veður í dag

„Það lygndi svona á milli sex og sjö í morgun,“ segir Hulda sem segir að veðrið í dag hafi verið mjög óvenjulegt. „Á þessum 45 mínútum sem morgungangan mín tekur varð ég holdvot. Það bara mígrigndi,“ segir Hulda, en segir að nú sé sól og blíða. Slíkar sviptingar í veðurfari eru mjög óvenjulegar að sögn Huldu.

Víða eru vegir enn lokaðir vegna trjáa og símastaura sem ...
Víða eru vegir enn lokaðir vegna trjáa og símastaura sem hafa fallið á þá. AFP

Hún segir að stormurinn sé gríðarlegt áfall fyrir Portúgal og nefnir að það muni líklega taka nokkra daga að koma landinu í eðlilegt horf, en vegir eru ennþá víða lokaðir m.a. vegna trjáa sem hafa fallið á þá. 

Ekki hafa borist fregnir um nein dauðsföll vegna veðursins en tugir manna eru slasaðir. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa öngvir Íslendingar óskað eftir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna veðursins. 

Brotin tré liggja eins og hráviði víða.
Brotin tré liggja eins og hráviði víða. AFP
mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Bækur til sölu..
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...