Fjórir handteknir vegna hópnauðgunar

Lög­regl­an í Frakklandi hef­ur handtekið fjóra menn í tengslum við …
Lög­regl­an í Frakklandi hef­ur handtekið fjóra menn í tengslum við rann­sókn á hópnauðgun­ar­máli. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ráðist á og nauðgað 19 ára gamalli stúlku í borg­inni Tou­lou­se. AFP

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um hópnauðgun gagnvart 19 ára gamalli stúlku fyrir utan næturklúbb í úthverfi borgarinnar Toulose. Myndskeið af nauðguninni var dreift á Snapchat og Twitter. Tæpur mánuður er liðinn frá árásinni og hefur mannanna verið leitað síðan.

Lögreglunni var gert viðvart eftir að stafrænt eftirlitskerfi franska innanríkisráðuneytisins nam dreifingu myndskeiðsins á samfélagsmiðlum. Marg­ir not­end­ur á Twitter sögðust bera kennsl á menn­ina.

Fórn­ar­lamb nauðgun­ar­inn­ar steig fram eft­ir að hún komst að því að mynd­bönd­in væru í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum. Hún greindi frá því í út­varps­viðtali að mynd­skeiðin myndu fylgja henni alla ævi.

Mynd­skeiðunum hefur verið eytt af inn­an­rík­is­ráðuneyti Frakk­lands, sem hef­ur einnig biðlað til fólks um að setja þau ekki aft­ur í dreif­ingu.

Fólk sem deildi myndskeiðinu getur átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm ef það verður sótt til saka. Þeir sem tóku upp myndskeiðin geta einnig átt von á ákæru fyrir hlutdeild að árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert