Ítalir ekki á leið úr Evrópusambandinu

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag að hvorki stæði til að landið segði skilið við evrusvæðið sé Evrópusambandið, en ríkisstjórn hans sem tók við völdum fyrr á þessu ári hefur átt í deilum við sambandið um fyrirkomulag ítalskra ríkisfjármála.

Fram kemur í frétt AFP að Conte hafi sagt við fjölmiðla að engar líkur væru á því að Ítalía yfirgæfi Evrópusambandið líkt og Bretland stefnir að því að gera. Né að landið yfirgæfi evrusvæðið en forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna tveggja, Bandalagsins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar, hafa gagnrýnt aðild Ítalíu að evrusvæðinu harðlega.

Evrópusambandið hefur gagnrýnt fyrirhuguð fjárlög ríkisstjórnarinnar einkum á þeim forsendum að þar sé gert ráð fyrir of miklum ríkisútgjöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert