Bolsonaro kjörinn forseti Brasilíu

Jair Bolsonaro hefur verið kjörinn forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro hefur verið kjörinn forseti Brasilíu. AFP

Hægriöfgamaður­inn og fyrrverandi herforinginn Jair Bolsonaro er sigurvegari forsetakosninganna í Brasilíu. Þegar 88% atkvæða hafa verið talin er Bolsonaro með 55,7% atkvæða sem tryggir honum sigur. Hann mun taka við embætti um áramótin. 

Fyrri umferð kosninganna fór fram fyrir þrem­ur vik­um. Þar fékk Bol­son­aro 46% at­kvæða. Á eftir honum kom Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, með 29%. Því var kosið á milli þeirra tveggja í annarri umferð kosninganna en upphaflega voru þrettán í framboði til forseta.

Bol­son­aro tekur við forsetaembætti í stærsta rík­i Suður-Am­er­íku og 8. stærsta efna­hags­kerf­i heims. Völdin eru því mikil og ljóst að breytinga er að vænta í Brasilíu. Bolsonaro hef­ur verið lýst sem „bras­il­íska Trump“ og hefur hann tjáð um­deild­ar skoðanir á kynja­jafn­rétti, sam­kyn­hneigðum, inn­flytj­end­um og fá­tæk­um. Hann hef­ur verið þingmaður frá því 1991 og hef­ur bak­grunn í herþjón­ustu.

Góður ár­ang­ur hans er eignaður öfl­ugri her­ferð á sam­fé­lags­miðlum, meðal ann­ars í gegn­um Face­book og What­sApp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert