Norskur sendiherra SÞ í Sýrlandi

Geir Pedersen, lengst til vinstri, í Líbanon árið 2007.
Geir Pedersen, lengst til vinstri, í Líbanon árið 2007. AFP

Reyndur norskur erindreki hefur verið ráðinn sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Í bréfi sem Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sendi öryggisráði stofnunarinnar í gær segist hann vilja ráða Geir Pedersen í starfið.

Pedersen var árið 1993 hluti af norskum hópi sem tók þátt í leynilegum samningaviðræðum sem urðu til þess að friðarsamningurinn í Ósló á milli Ísraela og Palestínumanna var undirritaður.

Pedersen hefur gegnt ýmsum embættum í Mið-Austurlöndum, þar á meðal var hann sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Auk þess starfaði hann í þó nokkur ár sem fulltrúi Norðmanna í málefnum Palestínu en núna er hann sendiherra Noregs í Kína.

Hann tekur við starfinu af Staffan de Mistura.

Yfir 360 þúsund manns hafa látist eftir að stríðið í Sýrlandi hófst árið 2011 með mótmælum á götum úti gegn stjórnvöldum.

mbl.is
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...