Funda sennilega ekki í París

Trump og Pútín á fundi þeirra í Helsinki í sumar. …
Trump og Pútín á fundi þeirra í Helsinki í sumar. Ólíklegt er að þeir muni funda sérstaklega í París á laugardaginn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að sennilega myndi hann ekki eiga fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta er þeir verða báðir staddir í París á minningarathöfn um fyrri heimsstyrjöldina, næsta laugardag.

„Ég er ekki viss hvort við munum funda í París, sennilega ekki,“ sagði Trump í dag, en bætti svo við að forsetarnir tveir myndu hittast á G20-fundinum sem fram fer í Argentínu í enda þessa mánaðar.

Talið hafði verið líklegt að þeir Trump og Pútín myndu setjast niður til fundar í París, en John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi Trumps sagði í heimsókn sinni í Moskvu á dögunum að Trump langaði að funda með Pútín í París og Pútín sjálfur sagðist hafa áhuga á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert