Refsiaðgerðir gagnvart Íran taka gildi

AFP

Forseti Írans, Hassan Rouhani, segir að ríkið muni stolt sneiða hjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna sem tóku gildi í dag. Aðgerðum sem beint er að olíu- og fjármálageira landsins.

Rouhani segir aðgerðirnar ólöglegar og óréttlátar þar sem þær gangi gegn alþjóðlegu regluverki. Hann segir að viðskiptastríðið sé runnið undan rifjum valdhafa sem beiti bolabrögðum og að aldrei í sögu Bandaríkjanna hafi áður verið við völd í Hvíta húsinu einstaklingur sem sé jafnmikið á móti lögum og alþjóðlegum sáttmálum og nú.

Banda­rísk stjórn­völd sögðu sig frá alþjóðlegu kjarn­orku­sam­komu­lag­i sem gert var við Íran fyrr á árinu og sagði  Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti  ástæðuna þá að sam­komu­lagið væri „meingallað“.

Sam­komu­lagið fól í sér að ír­önsk yf­ir­völd drógu veru­lega úr til­raun­um sín­um til að verða kjarn­orku­veldi í skipt­um fyr­ir aukna þró­un­araðstoð.

í ág­úst til­kynnti Trump að hann ætlaði að fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eft­ir af fullri hörku og tóku þær gildi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert