Boeing sendir frá sér öryggisviðvörun

Farþegaþota í eigu flugfélagsins Lion Air.
Farþegaþota í eigu flugfélagsins Lion Air. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent flugrekstraraðilum sem eru með Boeing 737 MAX-flugvélar í flota sínum öryggisviðvörun. Fram kemur að yfirvöld í Indónesíu, sem rannsaka flugslys Lion Air þar sem 189 létu lífið í síðustu viku, hafi komist að því að einn skynjari vélarinnar hafi gefið frá sér röng boð.

Boeing 737 MAX-vélarnar voru fyrst teknar í notkun árið 2016 og var flugslys Lion Air hið fyrsta þar sem nýja vélin lenti í slysi. Fram kemur að svokallaður AOA-skynjari (Angle of attack) hafi gefið frá sér rangar upplýsingar, en slíkur skynjari er meðal annars notaður til að meta hvort nef flugvélarinnar rísi of hátt miðað við loftstraum.

Boeing 737 MAX er með þrjá slíka skynjara, en rangar upplýsingar frá skynjurunum geta orðið til þess að nefi vélarinnar sé stýrt hratt niður.

Í tilkynningu frá Boeing vegna málsins er því beint til flugrekstraraðila að gera viðeigandi ráðstafanir í tilfellum þar sem röng boð berist frá AOA-skynjurum.

Þegar hafa 219 Boeing 737 MAX-vélar verið teknar í notkun á heimsvísu, en flugfélög hafa þegar pantað 4.564 slíkar vélar. Meðal kaupenda er Icelandair, en fyrsta vélin var tekin í notkun í apríl hér á landi. Fékk hún nafnið Jökulsárlón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...