„Leggja mjög hart að sér“ vegna Brexit

Theresa May ásamt Macron Frakklandsforseta.
Theresa May ásamt Macron Frakklandsforseta. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn hennar „leggi mjög hart að sér“ í samningaviðræðum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit.

„Samningaviðræður vegna útgöngu okkur eru á endasprettinum,“ sagði May á viðburði sem var haldinn í fjármálahverfinu í London. „Og við erum að leggja mjög hart að okkur, langt fram á nótt, til að ná samkomulagi í þeim atriðum sem ósamið er um, sem eru mjög mikilvæg,“ sagði hún.

May vonast til að samkomulag náist fyrir lok nóvember.

Spenna hefur aukist vegna þess að möguleiki er á að Bretland gangi út úr ESB í mars án þess að samkomulag náist við sambandið.

Fundarhöld fóru fram í Brussel í gær vegna Brexit en þau skiluðu litlu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert