Brást ekki við skipunum flugmannsins

Hlutar úr braki þyrlunnar sem hrapaði fyrir utan heimavöll Leicester …
Hlutar úr braki þyrlunnar sem hrapaði fyrir utan heimavöll Leicester City. AFP

Þyrla Vichai Sri­vadd­hanapra­bha, eiganda knattspyrnufélagsins Leicester City, brást ekki við skipununum flugmannsins þegar hún hrapaði fyrir utan heimavöll félagsins í lok síðasta mánaðar. Þetta eru niðurstöður frumrannsóknar á tildrögum slyssins að því er BBC greinir frá.

Vichai og fjórir aðrir sem voru um borð í þyrlunni, fórust allir. Breska samgönguslysanefndin AAIB segir að þyrlan hafi byrjað að beygja til hægri þvert á aðgerðir flugmannsins. Segir nefndin enn vera unnið að rannsókn á því hvað hafi valdið því að flugmaðurinn missti stjórn á þyrlunni.  

Myndbandsupptökur sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýna þyrluna, sem var af gerðinni AgustaWestland AW169, hækka flug eðlilega í um 40 sekúndur eða svo áður en hún stöðvast og hringsnerist á leið niður.

Búið er að panta öryggisprófanir á þyrlum sömu gerðar og beinast athuganirnar einkum að stjórnkerfi stélþyrilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert