Orðstír af því að vera óþekktur

Aldrei hefur formlega verið upplýst um hver listamaðurinn Banksy er í raun og veru en verkin hans tala sínu máli. Í Mílanó hefur verið opnuð sýning í MUDEC – Museo delle Culture á verkum Banksy og er þetta í fyrsta skipti sem opinbert safn er með sýningu tileinkaða listamanninum.

Sýningarstjórinn, Gianni Mercurio, segir að innsetning Banksy hafi verið sýnd um tíma á safni í Bristol en hún hafi verið af öðrum meiði. Banksy hafði ekkert með uppsetningu sýningarinnar í Mílanó að gera en og þetta hafi verið erfitt. „Svona eins og að vinna með draug,“ segir Mercurio.

Vitað er að Banksy er frá Bristol og hafa verk hans vakið mikla athygli allt frá því snemma á tíunda áratugnum. Mercurio segir að eitt af því sem veldur þessum miklu vinsældum sé að enginn viti hver hann er. Orðstír hans kemur frá því að vera óþekktur.

Á sýningunni er litið til þeirra áhrifa sem Banksy hefur haft og eins áhrifavalda í verkum hans, það er stútdentauppreisnin í París vorið 1968. Verk eins og Love is in the Air þar sem maður kastar blómum í stað eldsprengju í mótmælum.

Alls eru sýnd 80 verk á sýningunni, þar á meðal teikningar, skúlptúrar og prentverk. Auk 60 plötuumslaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert