Vilja eyðileggja göng frá Líbanon

Ísraelskir hermenn hafa í vikuni verið að eyðileggja göng undir ...
Ísraelskir hermenn hafa í vikuni verið að eyðileggja göng undir landamærin við Líbanon, en herinn segir göngin gerð af HEzbollah til þess að gera þeim kleift að gera árásir á Ísrael. Myndin er tekin við þorpið Kfar Kila í Líbanon. AFP

Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon (UNIFIL) hefur staðfest tilvist dulda jarðganga frá Líbanon til Ísraels, sem ísraelski herinn segir byggðir í þeim tilgangi að framkvæma árásir innan Ísraels. Samkvæmt Reuters hefur her Ísraels sent hermenn, gröfur og annan búnað á svæðið til þess að eyðileggja göngin.

Stefano del Col, hershöfðingi UNIFIL, heimsótti í gær svæðið sem um ræðir sem er í nálægð Metulla í norðurhluta Ísraels, ásamt tæknimönnum liðsins. Á vef UNIFIL segir að tilvist gangnanna hafi verið staðfest við skoðun svæðisins og að friðargæsluliðið sé nú að leita leiða til þess að fylgja málinu eftir í samstarfi við yfirvöld í Ísrael og Líbanon.

„Það er mjög mikilvægt að sjá heildarmyndina í þessu mjög alvarlegu atviki,“ segir á vef UNIFIL.

Ísraelski herinn hefur lýst því yfir að aðgerðir hans vegna málsins hafi náð að landamærum ríkjanna tveggja, en að þær hafi verið stöðvaðar sunnan Líbanon. Jafnframt er sagt að göngin hafi verið byggð af hryðjuverkasamtökunum Hezbollah.

Haft var eftir ónafngreindan háttsettan embættismann í ísraelskum fjölmiðlum í gær að það kæmi til greina að skoða aðgerðir yfir landamærin til Líbanon. Yisrael Katz, ráðherra gæslu- og eftirlitsmála Ísraels, sagði við Radio Tel Aviv að „ef við teljum að það þurfi að vera hinumegin til þess að eyða þessum göngum, þá munum við vera þeim megin landamæranna.“

Metulla er við landamæri Ísraels og Líbanon
Metulla er við landamæri Ísraels og Líbanon Kort/google
mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Múrverk
Múrverk...