Risakengúran Roger fallin frá

Roger var yfir tveggja metra hár og vó 89 kíló.
Roger var yfir tveggja metra hár og vó 89 kíló. Ljósmynd/Alice Springs Kangaroo Sanctuary

Kengúran Roger, sem vakti heimsathygli fyrir stærð sína og líkamsbyggingu, er öll, en Roger var orðinn tólf ára gamall. Honum var bjargað eftir að móðir hans varð fyrir bíl og var alinn upp á verndarsvæði fyrir kengúrur í Alice Springs í Ástralíu. BBC greinir frá.

Roger óx hratt úr grasi og varð yfir tveggja metra hár og vó 89 kíló. Hann varð forystukengúra á svæðinu og átti tólf maka, en alls njóta 50 kengúrur verndar hjá Alice Springs.

Kengúrur geta náð allt að fjórtán ára aldri, en Roger hafði glímt við liðagigt og versnandi sjón um nokkurt skeið áður en hann safnaðist til feðra sinna.

Ekki er óalgengt að kengúrur byggi upp vöðvamassa eins og Roger, en stærð hans vakti mikla athygli. Hann varð fyrst heimsfrægur árið 2015 þegar ljósmyndir af honum að kremja járnfötu voru birtar á vef Alice Springs.

View this post on Instagram

Roger ❤️ 💪🏽 When Roger was alpha boss male his height when standing was about 2 metres (6ft 7) - same height as me. The clucking noise he is making is telling me to get away from his lady kangaroos. And the red on his neck is a scent that males rub onto trees etc to mark their territory.

A post shared by The Kangaroo Sanctuary (@thekangaroosanctuary) on Nov 16, 2018 at 1:39pm PST

mbl.is
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...