Vantrauststillaga gegn May felld

Theresa May á breska þinginu.
Theresa May á breska þinginu. AFP

Vantrauststillaga gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, var felld í þingflokki íhaldsmanna rétt í þessu.

200 þingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að May héldi áfram í embætti á móti 117 sem greiddu atkvæði gegn því.  

May þurfti að minnsta kosti 159 atkvæði frá íhaldsmönnum á breska þinginu til að geta haldið áfram sem leiðtogi flokksins.

Dyggir stuðningsmenn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu stóðu á bak við vantrauststillöguna. Þeir eru mótfallnir Brexit-samningnum sem hún gerði við ESB í síðasta mánuði.

Þar með verður ekki hægt að leggja fram vantrauststillögu gegn May næsta árið. Staða hennar hefur engu að síður veikst. 

„Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í kvöld er að þingflokkurinn treystir Theresu May sem leiðtoga,“ sagði Graham Brady, formaður nefndar sem hafði umsjón með atkvæðagreiðslunni.

May á leið að Downing-stræti 10.
May á leið að Downing-stræti 10. AFP
mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...