Blint froskdýr nefnt eftir Trump

Með nafngiftinni kveðst fyrirtækið vilja vekja athygli á loftslagsbreytingum.
Með nafngiftinni kveðst fyrirtækið vilja vekja athygli á loftslagsbreytingum. AFP

Vísindamenn uppgötvuðu nýlega froskdýr sem grefur hausinn í sandinn. Þegar að því kom að gefa froskdýrinu nafn var ákveðið að nefna tegundina í höfuðið á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að því er virðist sem ádeilu á skoðunum hans á loftslagsbreytingum.

BBC greinir frá því að froskdýrið hafi verið uppgötvað í Panama, og fyrirtækið Enviro Build greiddi 25 þúsund Bandaríkjadali fyrir að fá að nefna froskdýrið Dermophis donaldtrumpi.

Með nafngiftinni kveðst fyrirtækið vilja vekja athygli á loftslagsbreytingum. Froskdýrið sé sérlega viðkvæmt fyrir breytingunum og eigi því á hættu að verða útdautt vegna loftslagsstefnu nafna þess, Bandaríkjaforseta.

Froskdýrið er smávaxið, blint og lifir aðallega neðanjarðar. Adrian Bell, einn stofnenda EnviroBuild, líkir hegðun þess við hegðun Trump. „Að grafa hausinn neðanjarðar hjálpar honum að forðast einhug vísindamanna um loftslagsbreytingar af mannavöldum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert