Hætt við að krefjast framsals

Hakeem al-Araibi á leiðinni í dómsalinn í síðustu viku.
Hakeem al-Araibi á leiðinni í dómsalinn í síðustu viku. AFP

Yfirvöld í Taílandi eru hætt við að krefjast þess að knattspyrnumaðurinn Hakeem al-Araibi verði framseldur til landsins.

„Okkur hefur verið greint frá því að Barein vilji draga til baka kröfuna [um framsal] […] ef þau vilja ekki fá hann þá er engin ástæða fyrir okkur að halda honum hér,“ sagði Chatchom Akapin hjá stofnun alþjóðamála í Taílandi. Hann bætti við að unnið sé að því að sleppa honum úr haldi.

Hakeem al-Aribi, sem er flóttamaður frá Barein, er búsettur í Ástralíu. Hann var stöðvaður að beiðni yfirvalda í Barein á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í nóvember og hefur verið í haldi taílenskra yfirvalda síðan þá.

AFP

Hann hlaut tíu ára fangelsisdóm fyr­ir að hafa unnið skemmd­ir á lög­reglu­stöð í Barein en hann var ekki viðstadd­ur rétt­ar­höld­in. Að eig­in sögn var hann ekki einu sinni stadd­ur í land­inu þegar hann á að hafa unnið skemmd­ar­verkið þar sem hann var með landsliðinu í út­lönd­um. 

Al-Arai­bi seg­ir ástæðuna fyr­ir því að hann er skot­mark yf­ir­valda vera þá að hann hef­ur gagn­rýnt Knatt­spyrnu­sam­band Asíu (AFC) en for­seti þess er sj­eik Salm­an bin Ebra­him Al Khalifa, sem til­heyr­ir kon­ungs­fjöl­skyld­unni í Barein. Þegar knattspyrnumaðurinn var hand­tek­inn á flug­vell­in­um í Taílandi var hann í brúðkaups­ferðalagi. 

Didier Drogba, Jamie Vardy og Craig Foster frá Ástraíu eru á meðal þekktra núverandi og fyrrverandi knattspyrnumanna sem hafa krafist lausnar hans. Áströlsk stjórnvöld og Alþjóðaknattspyrnusambandið hafa einnig talað máli hans.

mbl.is