Leita kynferðisglæpamanns í Uppsala

AFP

Þrjár konur urðu fyrir kynferðisofbeldi í Uppsala í Svíþjóð í gær en alls hefur verið tilkynnt um tíu slík brot gagnvart konum í borginni undanfarnar tvær vikur. Lögregla telur að um sama ofbeldismann sé að ræða í öllum tilvikum. 

Kveikt var í sjö bílum í Gävle í morgun en bílbrunar voru alvarlegt vandamál í Svíþjóð árið 2016. Tvær sprengingar voru í sænskum borgum í gær. Í annarri lést einn en talið er að hinni hafi verið ætlað að vera viðvörun.

Að sögn lögreglunnar í Malmö er talið að kraftmikilli sprengingu í Rosengård-hverfinu í gærmorgun hafi verið ætlað að vera viðvörun en sprengjan sprakk í stigagangi fjölbýlishúss aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglunnar slasaðist enginn en einhverjar skemmdir urðu á húsnæðinu.

mbl.is