Bræddu snjóbolta af ófleygum erni

Það var arnadvalarheimilið Wings of Wonder sem kom erninum til ...
Það var arnadvalarheimilið Wings of Wonder sem kom erninum til bjargar. AFP

Athygli yfirvalda í Michigan-ríki í Bandaríkjunum var nýlega vakin á skallaerni sem virtist eiga í erfiðleikum með flug. Við nánari athugun kom í ljós að stærðarinnar snjóbolti, um 20 sm í þvermál, hafði myndast á stéli hans við veiðar í nístandi kulda og snjó.

Það var arnadvalarheimilið Wings of Wonder sem kom erninum til bjargar með því að nota volgt vatn til þess að bræða snjóboltann.

Eftir stutta dvöl á heimilinu þar sem skallaörninn náði að safna kröftum kom fjöldi fólks saman til þess að fylgjast með honum fljúga aftur út í frelsið.

mbl.is