Keypti dúfu á 160 milljónir

Armando er langfleygasta dúfa sem Belgar hafa átt.
Armando er langfleygasta dúfa sem Belgar hafa átt. Ljósmynd/PIPA

Belgíska dúfan Armando varð um helgina dýrasta dúfa sem selst hefur á netuppboði, en það var kínverskur auðmaður sem hreppti Armando að lokum eftir að hafa boðið 1,2 milljónir evra, sem samsvarar um 160 milljónum króna.

Greint er frá á vef Pigeon Paradise, sem stóð fyrir uppboðinu á dúfum frá Joël Verschoot. Fleiri met voru slegin með uppboðinu, en meðalverð á þeim 178 dúfum sem stóðu til boða á uppboðinu var 13 þúsund evrur, eða um 1,7 milljónir króna.

Armando er langfleygasta dúfa sem Belgar hafa átt og var söluverðið strax komið upp í 300 þúsund evrur á fyrstu mínútum uppboðsins sem hófst 4. mars.

Að morgni lokadags uppboðsins í gær, sunnudag, var verðið á Armando komið upp í 532 þúsund evrur, en á síðustu klukkustundinni harðnaði baráttan og Armando var að lokum seldur fyrir 1,2 milljónir evra.

Sjö ungar Armandos voru einnig til sölu og seldust þeir að meðaltali á 21 evru hver, og fá þeir ný heimili í Kína, Belgíu, Tyrklandi, Þýskalandi og Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert