Sjálfstæð rannsókn á hryðjuverki

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, segir að sjálfstæð rannsóknarnefnd muni rannsaka hvað lögregla og leyniþjónusta hafi getað gert til þess að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásina í Christchurch 15. mars. 

Ardern segir nauðsynlegt að finna út úr því hvernig einn vopnaður maður gat drepið 50 manns í árás sem þessari. Mikilvægt sé að velta við hverjum steini til þess að sjá hvernig þetta var hægt og hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir það.

Leyniþjónusta Nýja-Sjálands hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa aðeins gert ráð fyrir því að öfgasinnaðir íslamístar gætu framið hryðjuverk í landinu ekki þeir sem telja hvíta kynstofninn æðri. Fórnarlömbin voru öll múslimar og hryðjuverkamaðurinn þjóðernisöfgamaður sem var heltek­inn af bar­áttu krist­inna manna og mús­lima fyrr á öld­um og um­hugað um að vekja aðdáun annarra þjóðern­is­sinna á sam­fé­lags­miðlum.

„Við þurfum að svara þeirri spurningu hvort við hefðum getað eða ekki getað gert meira en við gerðum,“ segir Ardern. 

Ardern hafnar alfarið þeirri hugmynd um að endurvekja heimild til þess að taka fólk af lífi en þeirri hugmynd hefur verið varpað fram. Hryðjuverkamaðurinn sendi beint út á netinu frá árásinni og segir Ardern að þetta hafi aldrei átt að gerast. Myndefnið eigi aldrei að sýna líkt og forseti Tyrklands hefur gert í eigin kosningabaráttu. 

mbl.is
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...