Sósíalistar sigruðu örugglega

Sánchez á fjöldafundi í Barcelona í vikunni. Hans bíður ærið ...
Sánchez á fjöldafundi í Barcelona í vikunni. Hans bíður ærið verkefni við að mynda ríkisstjórn. AFP

Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez sigraði þingkosningarnar á Spáni í dag, sem voru þær þriðju á fjórum árum. Útgönguspár sýna þó að erfitt gæti reynst fyrir flokkinn að mynda ríkisstjórn, samkvæmt frétt BBC um kosningarnar.

Sósíalistaflokkurinn fær 28,1% atkvæða samkvæmt útgönguspám og er með með þónokkuð forskot á næstu flokka.

Næst stærsti flokkurinn er stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðflokkurinn (Partido Popular), íhaldsflokkur sem hefur verið stærsti flokkur landsins, en samkvæmt útgönguspám fékk hann einungis 17,8% atkvæða, sem yrði versta niðurstaða flokksins frá upphafi.  

Vinstriflokkurinn U. Podemos (Við getum-flokkurinn) fær 16,1% samkvæmt spám, en Borgaraflokkurinn (Ciudadanos), sem er á miðju stjórnmálanna, fær 14,4%.

Sósíalistar voru í stjórnarsamstarfi með Podemos, en ljóst er að samanlagður þingstyrkur þeirra mun ekki duga til að ná þeim 176 sætum sem þarf til að hafa meirihluta á 350 manna löggjafarsamkomunni í Madríd.

Ef þessir flokkar vilja vinna saman áfram þurfa þeir því að reiða sig á stuðning staðbundinna smáflokka á þingi.

Þjóðernissinnar ná inn á þing

Helstu tíðindi kosninganna eru þau að Vox-flokkurinn, flokkur þjóðernissinna sem er lengst til hægri á hinu pólitíska litrófi, nær í fyrsta sinn inn á þing, líklega með yfir 20 þingmenn, en samkvæmt útgönguspám fær flokkurinn 12,1% atkvæða. Flokkurinn er á móti fjölmenningu, feminisma og straumi innflytjenda til Spánar.

Stefnumál flokksins lituðu kosningabáráttunna á Spáni og hefur Sánchez forsætisráðherra reynt sitt ítrasta til að stemma stigu við uppgangi flokksins. Sjálfstjórnarmálefni Katalóna hafa einnig verið fyrirferðamikil í umræðunni, en samkvæmt BBC telja spænskir stjórnmálagreinendur að uppgang Vox megi að hluta skýra með reiði Spánverja í garð sjálfstæðistilburða Katalóna.

Vox hefur lagt mikla áherslu á það að ekkert verði gefið af hálfu stjórnvalda í Madríd til handa Katalónum og öðrum héruðum sem láta sig dreyma um aukna sjálfsstjórn eða aðskilnað frá Spáni.

Margir smáflokkar eru á Spáni og lítur út fyrir að 14 stjórnmálaöfl muni eiga fulltrúa á þinginu á komandi kjörtímabili.

Á vef El País má fylgjast með talningu atkvæða í beinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...