Von á dagsetningu frá May í dag

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May og eiginmaður hennar, Philip May, kusu …
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May og eiginmaður hennar, Philip May, kusu bæði til Evrópuþingsins í gær. AFP

Von er á því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni fljótlega hvenær hún ætli að láta af starfi forsætisráðherra. Þetta hefur BBC eftir heimildarmönnum innan úr ríkisstjórninni.

Talið er að líklegast að 10. júní verði sú dagsetning sem miðað verður við að kapphlaupið hefjist um arftaka hennar í embætti. May mun eiga fund með flokksfélögum í Íhaldsflokknum í dag.

Mjög hefur verið þrýst á May að segja af sér vegna bakslags í hennar eigin flokki þegar kemur að útgöngu úr Evrópusambandinu.

Frá því í janúar hefur þingið ítrekað fellt í atkvæðagreiðslu samning May við ESB. Eins hefur ekki tekist að ná samkomulagi við leiðtoga Verkamannaflokksins um málið líkt og reynt var nýverið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert