Flugvél sökkt í þágu ferðamannaiðnaðar

Flugvélin, sem er 65 metra löng, liggur nú á um …
Flugvélin, sem er 65 metra löng, liggur nú á um 30 metra dýpi í Eyjahafi. Skjáskot/BBC

Farþegaflugvél af gerðinni Airbus A330 hefur verið sökkt úti fyrir norðvesturströnd Tyrklands í tilraun til þess að laða að köfunarfólk frá öllum heimshornum.

Flugvélin, sem er 65 metra löng, liggur nú á um 30 metra dýpi í Eyjahafi úti fyrir bænum Ibrice Harbour, og vonast ráðamenn á svæðinu til þess að gera það að draumaáfangastað fyrir kafara.

BBC deilir myndskeiði af því þegar vélinni var sökkt.

mbl.is