Segjast hafa komið í veg fyrir valdarán

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP

Ríkisstjórn Venesúela segist hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns í landinu og heldur því fram að Bandaríkin, Kólumbía og Síle hafi tekið þátt í samsæri um að ráða Nicolas Maduro forseta landsins af dögum.

Hershöfðingi hafi átt að taka við forsetaembættinu af Maduro.

Jorge Rodriguez upplýsingamálaráðherra sagði að bæði núverandi og fyrrverandi hershöfðingjar hafi tekið þátt í hinu meinta samsæri og að ráða hafi átt Maduro af dögum síðastliðinn sunnudag eða mánudag.

Rodriguez sakaði Ivan Duque, forseta Kólumbíu, um að „skipuleggja valdarán og morð á forsetanum“, auk þess sem hann bendlaði Sebastian Pinera, forseta Síle, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, við málið.

Um þrjár millj­ón­ir manna eru tald­ar hafa flúið efna­hags- og síðar stjórn­ar­krepp­una í Venesúela frá ár­inu 2015. Þetta er mat Sam­einuðu þjóðanna sem segja stærst­an hluta þessa hóps eiga að telj­ast flótta­menn.

Jorge Rodriguez.
Jorge Rodriguez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert