Neyðarfundur vegna kjarnorkuáætlunar Írans

Bus­hehr kjarn­orku­verið í Íran.
Bus­hehr kjarn­orku­verið í Íran. AFP

Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að hún hygðist halda neyðarfund, vegna kjarnorkuáætlunar Írans, í næstu viku. Beiðnin kemur nokkrum dögum eftir að Íran fór yfir leyfilegt magn auðgaðs úrans sam­kvæmt kjarnorkusamkomulaginu frá 2015.

Það merk­ir að Íran býr yfir meira en 300 kíló af auðguðu úrani sem er bæði notað sem eldsneyti í kjarn­orku­ver, en 1.050 kíló eru tal­in nauðsyn­leg til þess að búa til kjarn­orku­vopn.

Bandaríkin fóru fram á fundinn en samkvæmt frétt AFP verður haldinn haldinn þriðjudaginn 10. júlí.

Íran jók fram­leiðslu auðgaðs úr­ans þegar Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, ákvað að beita land­ið efna­hagsþving­un­um. Evr­ópu­ríki sem eru aðilar að samn­ingn­um við Íran hafa varað við því að brot á skil­mál­um hans mun hafa af­leiðing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert