Trump fellur frá spurningu um ríkisborgararétt

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skyldað alríkisstofnanir til að skrá þjóðerni ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skyldað alríkisstofnanir til að skrá þjóðerni þeirra sem þær eiga í samskiptum við. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið frá þeirri kröfu að spurt verði um ríkisborgararétt í manntali sem fram á að fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Þess í stað gaf Trump út sérstaka forsetatilskipun sem kveður á um að alríkisstofnunum verði gert að skrá þjóðerni þess fólks sem þær eiga í samskiptum við og koma þeim upplýsingum svo áfram til yfirvalda.

Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að bann væri lagt við spurningunni um ríkisborgararétt í manntalinu.

Gagnrýnendur hafa sagt spurninguna runna af pólitískum rótum og að hún myndi leiða til þess að færri heimili innflytjenda myndu svara spurningalistunum. Stjórn Trump hefur aftur á móti fullyrt að slík spurning myndi styrkja stöðu þeirra kjósenda sem tilheyra minnihlutahópum.

„Við erum ekki hætt við þá áætlun að komast að því hver ríkisborgarastaða íbúa Bandaríkjanna er,“ sagði Trump í gær. Nýja forsetatilskipunin muni leggja þá skyldu á  alríkisstofnanir að þær afhendi gögn varðandi ríkisborgararétt.

„Með forsetatilskipuninni í dag getum við tryggt að manntalið 2020 gefi rétta mynd af því hve margir íbúar Bandaríkjana eru ríkisborgarar landsins, hverjir eru það ekki eða eru ólöglegir innflytjendur,“ sagði forsetinn.

mbl.is
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...