Hefja prófanir á meðallangdrægum flaugum

Bandaríkjaher sendi meðaldrægar eldflaugar út á Kyrrahafi í tilraunskotum nú …
Bandaríkjaher sendi meðaldrægar eldflaugar út á Kyrrahafi í tilraunskotum nú um helgina. AFP

Bandaríkjaher hefur hafið prófanir á meðallangdrægum eldflaugum, en ekki eru nema nokkrar vikur frá því að bandarísk stjórnvöld sögðu sig frá rúmlega 30 ára gömlu kjarnorkuvopnasamkomulagi við Rússland.

BBC greinir frá og hefur eftir Bandaríska varnarmálaráðuneytinu að tilraunin, er flaugum var skotið á haf út frá strönd Kaliforníu, hafi tekist vel.

INF samningurinn, sem var undirritaður af þeim Ronald Reag­an þáver­andi Banda­ríkja­for­seta og Sov­ét­leiðtoganum Mikaíl Gor­bat­sjov árið 1987, lagði bann við fram­leiðslu á meðaldræg­um eld­flaug­um.

Hafa rússnesk stjórnvöld sakað bandarísk stjórnvöld um að auka á spennu í hernaðarsamskiptum þjóðanna. 

Fyrr á þessu ári sökuðu banda­rísk stjórn­völd og NATO rúss­neska ráðamenn um að brjóta gegn bann­inu með dreif­ingu nýrr­ar gerðar eld­flauga. Rúss­nesk stjórn­völd höfnuðu því al­farið.

Banda­rísk stjórn­völd sögðust hins vegar sann­an­ir fyr­ir því að Rúss­ar hafi dreift fjölda eld­flauga af gerðinni 9M729 og tilkynnti Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti í fe­brú­ar að Banda­rík­in myndu segja sig frá sam­komu­lag­inu gengj­ust Rúss­ar ekki und­ir sam­komu­lagið á ný fyr­ir 2. ág­úst, sem var svo gert.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagði í kjöl­farið Rússa frá kjarn­orku­vopna­sam­komu­lag­inu og hafa ákvarðanir ríkjanna vakið áhyggjur af að nýtt vopnakapphlaup sé í uppsiglingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert