Macron dragi ummæli sín til baka

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AFP

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segist vera tilbúinn til að ræða um fjárstuðning frá G7-ríkjunum til að berjast gegn skógareldum í Amazon, ef Emannuel Macron, Frakklandsforseti, „dregur móðandi ummæli sín til baka” í hans garð.

„Ef við ætlum að tala við eða taka við einhverju frá Frökkum, þar sem góður hugur liggur að baki, þá verður hann [Macron] að draga þessi orð sín til baka. Í framhaldinu getum við rætt málin,” sagði Bolsonaro við blaðamenn.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

BBC segir brasilíska ráðamenn ekki hafa gefið neina skýringu á að hafna fjárstuðningnum en Bolsonaro hefur sakað Frakka um að koma fram við Brasilíu eins og nýlenduríki. Onyx Lor­enzoni, starfs­manna­stjóri Bol­son­aro, tjáði sig við Glo­bo-vefsíðuna um fjár­gjöf­ina. „Takk, en kannski þess­um fjár­mun­um verði bet­ur varið til að græða upp skóga Evr­ópu,“ sagði hann.

Macron gagnrýndi brasilíska forsetann harkalega í gær vegna ummæla Bolsonaro í garð eiginkonu hans, Brigitte Macron.

Miklir skógareldar hafa geisað í Brasilíu.
Miklir skógareldar hafa geisað í Brasilíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert