Sex létust í þyrluslysi í Noregi

Fimm norsk ungmenni og sænskur þyrluflugmaður létu lífið þegar þyrla …
Fimm norsk ungmenni og sænskur þyrluflugmaður létu lífið þegar þyrla hrapaði í norðurhluta Noregs í gær. Ljósmynd/Twitter

Þyrla hrapaði í norðurhluta Noregs síðdegis í gær. Sex voru um borð í þyrlunni og voru fimm þeirra úrskurðaðir látnir á vettvangi en sá sjötti lést á sjúkrahúsi. Nöfn hinna látnu hafa ekki verið gefin upp en norska ríkisútvarpið greinir frá því að farþegarnir voru í kringum tvítugt og þyrluflugmaðurinn var sænskur. 

Orsök slyssins eru ókunn en þyrluflugið var í tengslum við tónlistarhátíðina Høstsprell sem halda átti í Alta. Hátíðinni var frestað í kjölfar slyssins. Þyrlan var í eigu þyrluþjónustunnar Helitrans og mun lögreglan ræða við starfsmenn fyrirtækisins og þá sem urðu vitni að slysinu.

Sjónarvottar greindu frá því að eldur og reykur hefði stigið upp handan fjallsins þar sem þyrlan hrapaði og í kjölfarið heyrðust fimm til sex litlar sprengingar.

Þyrlan hrapaði í fjallendi í norðurhluta Noregs í gær en …
Þyrlan hrapaði í fjallendi í norðurhluta Noregs í gær en flugið var í tengslum við tónlistarhátíð sem til stóð að halda í nágrenninu. Henni var frestað eftir slysið. Kort/NRK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert