Dorian gengur yfir Kanada

Víða hefur flugi til Kanada verið frestað sökum veðurs. Hér …
Víða hefur flugi til Kanada verið frestað sökum veðurs. Hér má sjá tóman sal við afgreiðslu Air Canada á flugvelli í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum. AFP

Óveðrið Dorian er gengið á land í Nova Scotia í Kanada. Dorian, sem var mjög öflugur fellibylur sem olli miklum usla á Bahamaeyjum, er nú skilgreindur sem kraftmikill stormur. Hann gekk yfir Halifax í gær en þar mældist vindhraðinn um 44 metrar á sekúndu. Tré féllu og um 45.000 heimili misstu rafmagn. 

Ralph Goodale, ráðherra almannavarna, segir að herinn muni aðstoða við björgunarstörf í landinu. 

Aðeins eru liðnir örfáir dagar frá því fellibylurinn Dorian olli gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni á Bahamaeyjum. Að sögn yfirvalda eru 43 látnir en búist er við að sú tala muni hækka á næstunni. 

Fellibylurinn Dorian olli miklum usla á Bahamaeyjum í vikunni, eins …
Fellibylurinn Dorian olli miklum usla á Bahamaeyjum í vikunni, eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd. Nú hefur mjög dregið úr mátt óveðursins sem gengur nú yfir Kanada. Þrátt fyrir að Dorian sé ekki lengur fellibylur þá er um kraftmikla lægð að ræða sem hefur m.a. rifið tré upp með rótum og skemmt rafmagnslínur. AFP

Fellibylurinn tók síðan stefnuna norður eftir austurströnd Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöðin í Kanada segir að um mjög kraftmikla lægð sé að ræða. 

Mikil úrkoma fylgir óveðrinu í Nova Scotia og búist er við að hún muni aukast enn frekar í dag, að því er segir á vef BBC.

Búist er við að óveðrið gangi yfir Nýfundnaland og Austur-Labrador snemma í dag. Íbúar eru hvattir til að fara að öllu með gát. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert