Trump aflýsir friðarviðræðum við talíbana

Bandarískur hermaður féll nýverið í árásum Talibana í Afganistan. Trump …
Bandarískur hermaður féll nýverið í árásum Talibana í Afganistan. Trump tók því ekki vel. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugðum friðarviðræðum við talíbana, en markmið þeirra var að binda enda á stríðsátök Bandaríkjanna sem hafa staðið yfir í landinu í 18 ár. 

Forsetinn birti færslu á Twitter í gær og þar kom fram að hann hefði ætlað að funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hátt settum leiðtogum talíbana í dag. 

Trump aflýsti hins vegar fundinum er hann var staddur á dvalarstað forsetans í Camp David í Bandaríkjunum. Þetta gerði forsetinn eftir að talíbanar viðurkenndu að þeir hefðu staðið á bak við nýlegar árásir þar sem bandarískur hermaður lét lífið. 

Bandaríkjaher réðst inn í Afganistan og steypti talíbönum af stóli árið 2001. 

Talíbanar höfðu skotið skjólshúsi yfir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda sem skipulögðu árásir á Bandaríkin 11. september 2001. 

BBC hefur eftir heimildarmanni úr röðum talíbana, að samtökin muni nú boða til neyðarfundar til að fara yfir stöðuna. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert