Trump segir fundinn með Modi „sögulegan“

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Donald Trump Bandaríkjanna leiddust inn …
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Donald Trump Bandaríkjanna leiddust inn á sviðið í Houston, þar sem 50.000 manns tóku á móti þeim. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, skiptust á hlýjum orðum á fjöldafundi sem haldinn var í Texas í tilefni af  opinberri heimsókn Modi til Bandaríkjanna.

Um 50.000 manns mættu á fundinn sem haldinn var í gærkvöldið  í Houston undir heitinu „Howdy, Modi!“ og er sagður ein stærsta móttaka sem erlendur þjóðarleiðtogi hefur fengið í Bandaríkjunum.

Sjálfur sagði Trump um „ákaflega sögulegan fund“ að ræða.

„Ég er svo ánægður að vera hér í Texas með einum af bestu, hollustu og traustustu vinum Bandaríkjanna,“ sagði Trump við áhorfendur. Sjálfur sagði Modi Indland eiga „sannan vin“ í Hvíta húsinu og lýsti Trump sem „hlýjum, vingjarnlegum, orkumiklum og fyndnum“.

„Frá forstjóra að forseta, frá fundarherbergjum til forsetaskrifstofu, frá kvikmyndaverum að heimssviðinu...þá hefur hann skilið eftir varanleg ummerki alls staðar,“ sagði Modi.

BBC segir Modi, sem mun sitja fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þó líklega fá öllu kuldalegri móttökur þar. Líklegt verði að telja að hann sæti þar gagnrýni vegna vaxandi spennu milli Indlands og Pakistans vegna Kasmír, sem Modi svipti ákveðnum réttindum í síðasta mánuði og hét um leið að endurreisa héraðið til sinnar „fyrri frægðar“.

Um 50.000 manns mættu á fundinn með Modi.
Um 50.000 manns mættu á fundinn með Modi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert