Ók á sjö mánaða tvíbura

Sjúkrabíllinn sem stolið var og ekið á ofsahraða um Ósló.
Sjúkrabíllinn sem stolið var og ekið á ofsahraða um Ósló. AFP

Sjö mánaða gamlir tvíburar voru meðal þeirra sem ekið var á þegar vopnaður karlmaður stal sjúkrabíl og ók honum á ofsahraða um Ósló um klukkan hálfeitt að staðartíma. Annað barnanna er nú á sjúkrahúsi, en er ekki talið alvarlega slasað.

Þetta kemur fram á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK.

Frá vettvangi í Ósló þar sem lögregla náði manninum.
Frá vettvangi í Ósló þar sem lögregla náði manninum. AFP

Þar segir að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sjúkrabílnum þegar maðurinn stal honum í Torshov-hverfinu í Ósló í morgun. Þeir eru allir ómeiddir. Nokkrir eru á sjúkrahúsi eftir að maðurinn ók þá niður, en ekki er vitað um hversu alvarleg meiðsli þeirra eru.

Lögregla náði að handsama manninn og nú er konu leitað í tengslum við málið.

mbl.is