Trudeau heldur völdum en tapar fylgi

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnar með stuðningsmönnum sínum.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnar með stuðningsmönnum sínum. AFP

„Til hamingju vinir mínir,“ sagði Just­in Trudeau for­sæt­is­ráðherra við stuðningsmenn Frjáls­lynda flokks­ins á kosningavöku seint í gærkvöldi. Ljóst er eftir kosningar þar í landi í gær að Frjálslyndi flokkurinn mun mynda stjórn en nær ekki einn meirihluta. 

Frjálslyndi flokkurinn hlaut 157 þingmenn á þinginu en Íhaldsflokkurinn, undir stjórn Andrew Scheer, hlaut 121 þingmann.

Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins.
Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins. AFP

Sam­tals sitja 338 þing­menn á kanadíska þing­inu og þarf því 170 þing­menn að lág­marki til þess að mynda meiri­hluta.

Fram kemur í frétt AFP að Trudeau muni því mynda stjórn með stuðningi eins eða fleiri flokka.

„Takk fyrir að hafa trú á okkur að beina landinu í rétta átt,“ sagði Trudeau enn fremur við stuðningsmenn sína. 

Trudeau vann stór­sig­ur fyr­ir fjór­um árum þegar Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hlaut meiri­hluta á kanadíska þing­inu. Hins veg­ar hef­ur stjórn­artíð hans í seinni tíð þótt ein­kenn­ast af ýms­um hneykslis­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert