Johnson er enn í Noregi

Banda­ríski hægriöfgamaður­inn Greg John­son.
Banda­ríski hægriöfgamaður­inn Greg John­son. Ljósmynd/Wikimedia Commons

Banda­ríski hægriöfgamaður­inn Greg John­son, sem vísa átti úr landi í Noregi í gær, er þar enn. Búist er við því að hann muni fara úr landi síðar í dag. Hann var hand­tek­inn á laugardaginn með heim­ild í út­lend­ingalögum, en til­gang­ur heim­sókn­ar John­son til Noregs var að koma fram á Scandza For­um, ráðstefnu norskra þjóðern­is­sinna. 

Hand­tak­a og brott­vís­un­ Johnsons var hluti af fyr­ir­byggj­andi aðgerðum norsku lög­regl­unn­ar og norsku öryggislögreglunnar PST, samkvæmt talsmanni PST til að stemma stigu við uppgangi hægriöfgaafla.

Lögmaður Johnsons, John Christian Elden, sagði í samtali við norska dagblaðið Aftenposten í morgun að Johnson myndi fljúga til Ungverjalands á kostnað ríkisins og þaðan myndi hann fara til Lissabon í Portúgal, en þar stendur til að hann muni koma fram á ráðstefnu. „Lögreglan áttaði sig á því í gær að hún hefði enga heimild til að neita honum um að ferðast þangað sem hann lysti í Evrópu,“ sagði Elden við Aftenposten.

John­son er rit­stjóri vefsíðunn­ar og bóka­út­gáf­unn­ar Coun­ter-Cur­rents sem meðal ann­ars hef­ur sent frá sér bæk­ur á borð við The White Nati­ona­list Mani­festo og Tow­ards a New Nati­ona­lism sem auk ann­ars efn­is út­gáf­unn­ar hampa yf­ir­burðum hvíta kyn­stofns­ins. 

Í fyrr­nefndu bók­inni seg­ir hann m.a. að fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagið sé fé­lags­fræðileg til­raun sem alþjóðleg­ir for­rétt­inda­hóp­ar hafi þvingað upp á þjóðir sem ekk­ert vilji hafa með þessa þjóðfé­lags­gerð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert