Trump vill hækka aldurstakmark vegna rafretta

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hlynntur því að hækka lágmarksaldur til þess að geta keypt rafrettur í 21 ár til þess að draga úr notkun ungs fólks á þeim. Lágmarksaldurinn samkvæmt alríkislögum er 18 ár en 18 ríki Bandaríkjanna og höfuðborgin Washington miða hins vegar við 21 ár.

Fram kemur í frétt AFP að Trump hafi einnig gefið í skyn að hann hefði áhyggjur af regluverk um fyrirtæki væri of íþyngjandi sem talið er benda til þess að ríkisstjórn hans hafi í hyggju að hætta við fyrri áform um að banna bragðefni í rafrettur. Breyting á alríkislögum um lágmarksaldur þarf samþykki þingsins.

Þverpólitískur stuðningur er sagður við málið í fréttinni. Bæði þingmenn úr röðum repúblikana og demókrata hafi lýst yfir stuðningi við það. Sagði Trump að stjórnvöld myndu taka mjög sterka afstöðu til rafretta. „Við verðum fyrst og fremst að passa upp á börnin okkar þannig að við ætlum að setja aldurtakmarkið í 21 eða svo.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert