Nauðgaði systur sinni eftir fjölskylduveislu

Norska lögreglan.
Norska lögreglan. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Norskur karlmaður á níræðisaldri hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga systur sinni, sem er nokkrum árum eldri. Árásin átti sér stað eftir veislu í fjölskyldunni.

Þetta kemur fram á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten. Þar segir að dómurinn hafi fallið í héraðsdómstól Asker og Bærum

Þar segir að maðurinn neiti sök, en játi að hafa haft einhver samskipti við systur sína og að hugsanlega hafi heilaskaði, sem hann hefur orðið fyrir, haft áhrif á hegðun hans. Heilaskaðinn var metinn manninum til refsilækkunar og einnig hafði aldur hans þar áhrif.

Saksóknari hafði farið fram á fjögurra og hálfs árs fangelsi yfir manninum, en dómurinn hljóðaði upp á þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist, auk greiðslu 160.000 norskra króna í skaðabætur.

mbl.is