Þriðju kosningarnar blasa við í Ísrael

Benny Gantz tókst ekki að mynda ríkisstjórn undir forystu Bláhvíta ...
Benny Gantz tókst ekki að mynda ríkisstjórn undir forystu Bláhvíta bandalagsins. AFP

Benny Gantz, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Ísraels, Bláhvíta bandalagsins, hefur gefið það út að honum muni ekki takast að koma saman starfhæfri ríkisstjórn.

Gantz, sem fékk 28 daga til þess að mynda ríkisstjórn eftir að tilraunir forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahús til þess sama runnu út í sandinn í októbermánuði, tilkynnti Reuven Rivlin forseta landsins þetta í dag.

Allt er í hnút í ísraelskum stjórnmálum, en þar hefur þegar verið kosið tvisvar til þings það sem af er ári, án þess að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð í kjölfarið.

mbl.is