Viðræður við talibana hefjast á ný

Trump réttir hermönnum þakkargjörðarmáltíð.
Trump réttir hermönnum þakkargjörðarmáltíð. AFP

Viðræður Bandaríkjamanna og talibana eru byrjaðar á nýjan leik. Þessu greindi Donald Trump Bandaríkjaforseti frá í óvæntri heimsókn sinni til Afganistans.

Þar er hann staddur til að fagna þakkargjörðarhátíðinni með bandarískum hermönnum.

„Talibanar vilja semja og við ætlum að hitta þá og segja að það verði að vera vopnahlé og að þeir hefðu ekki viljað vopnahlé og að núna vilji þeir vopnahlé,“ sagði hann við blaðamenn.

Um 13 þúsund bandarískir hermenn eru í Afganistan, 18 árum eftir að Bandaríkin réðust inn í landið eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september.

„Ég vil hvergi annars staðar eyða þakkargjörðarhátíðinni heldur en hérna með hörðustu, sterkustu, bestu og hugrökkustu hermönnum í heimi,“ sagði Trump í sinni fyrstu ferð til Afganistans.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert