Apple fer betur yfir umdeild landamæri

Apple segir að samkvæmt nýrri löggjöf í Rússlandi þá sé …
Apple segir að samkvæmt nýrri löggjöf í Rússlandi þá sé Krímskagi merktur á kortið sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði. Þetta eigi þó aðeins við um notendur í Rússlandi. AFP

Forsvarsmenn tæknifyrirtækisins Apple segjast ætla að skoða nánar hvernig fyrirtækið tekur á landamærum sem deilt er um í kortagrunni sínum. 

Stjórnvöld í Úkraínu hafa gagnrýnt Apple fyrir að birta Krímskaga sem hluta af yfirráðasvæði Rússlands í Apple Maps og í veðurforriti fyrirtækisins. 

Talskona Apple segir að fyrirtækið fari eftir innlendum og alþjóðlegum lögum og breytingin, sem á aðeins við um notendur í Rússlandi, hafi verið gerð í kjölfar nýrrar löggjafar sem var samþykkt í landinu, að því er segir á vef BBC.

Apple segir í yfirlýsingu, að fyrirtækið hafi ekki gert neinar breytingar í Apple Maps varðandi Krímskaga annar staðar en í Rússlandi. 

Farið sé yfir alþjóðalög, viðeigandi löggjöf í Bandaríkjunum sem og önnur lög sem eiga við í hverju og einu ríki fyrir sig áður en tekin er ákvörðun um það hvernig eigi að merkja svæði í kortaforritinu. Breytingar séu gerðar ef þess gerist þörf lögum samkvæmt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert