Fenech ákærður vegna morðsins á Galizia

Blaðakonan Daphne Caruana Galiziavar myrt árið 2017.
Blaðakonan Daphne Caruana Galiziavar myrt árið 2017. AFP

Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður fyrir aðild hans að morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017.

Fenech neitaði sök er hann kom fyrir dómara í Valletta í kvöld, þar sem fjölskyldumeðlimir blaðakonunnar voru viðstaddir. Rannsókn á morði Galizia hefur skekið ríkisstjórn landsins, en tveir ráðherrar hafa sagt af sér embætti og aðalaðstoðarmaður forsætisráðherrann einnig. Þá hafa Möltubúar krafist afsagnar forsætisráðherrans Joseph Muscat.

Þrír bíða réttarhalda vegna morðsins á blaðakonunni, en lögregla vinnur nú að rannsókn á því hver hafi fyrirskipað morðið og hvers vegna.

Fenech var hand­tek­inn í síðustu viku er hann reyndi að flýja land á snekkju sinni og fundaði forsætisráðherrann með ráðherrum sínum fyrr í vikunni um það hvort mæla ætti með því við for­seta lands­ins að kaup­sýslu­mann­in­um yrði veitt sak­ar­upp­gjöf gegn því að hann veitti upplýsingar um málið, eins og hann hafði óskað.

Viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech, fyrir miðju, hefur verið ákærður vegna morðsins.
Viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech, fyrir miðju, hefur verið ákærður vegna morðsins. AFP

Ríkisstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að með því yrði ekki mælt við forseta landsins. „Ég lét loka­ákvörðun­ina í hend­ur starfs­systkina minna sem ákváðu að þetta væri ekki hæft til veit­ing­ar sak­ar­upp­gjaf­ar,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundi.

Frétt BBC

mbl.is