Flugslys rannsakað sem sakamál

Vélin var af gerðinni DA20, a LIGHT, en slíkar vélar …
Vélin var af gerðinni DA20, a LIGHT, en slíkar vélar eru vinsælar hjá flugskólum og einkaflugmönnum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Sænska lögreglan telur að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar lítil flugvél hrapaði í bakgarð í Suður-Svíþjóð í gær með þeim afleiðingum að flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, lést.

Sænska ríkisútvarpið SVT hefur eftir lögreglu að málið sé í rannsókn, en samkvæmt SVT barst ekkert neyðarkall eða önnur boð frá flugvélinni áður en hún hrapaði.

Flugvélin, sem var skrúfudrifin, hrapaði í garð við hús í íbúðahverfi í Ronneby. Eldur kviknaði í vélinni og var talsverður reykur í nágrenni slysstaðarins, sem enn er afgirtur vegna rannsóknar lögreglu. Enginn á jörðu niðri slasaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert