Esau og Shanghala fjarlægðir af lista SWAPO

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, mun ekki taka sæti á ...
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, mun ekki taka sæti á þingi fyrir hönd SWAPO-flokksins og hefur jafnframt verið fjarlægður af lista flokksins, ásamt Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dómsmálaráðherra. Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dómsmálaráðherra í rík­is­stjórn Namibíu, munu ekki taka sæti á þingi í kjölfar þingkosninga í landinu síðustu viku.

Þetta hefur namibíska dagblaðið Informanté eftir Hage Geingob, forseta Namibíu. Í ræðu sem forsetinn hélt í dag segist hann jafnframt hafa fjarlægt ráðherrana fyrrverandi af félagatali SWAPO-flokksins. 

Geingob, sem er 78 ára, hef­ur gegnt for­seta­embætt­inu í eitt kjör­tíma­bil. Hann er flokksbundinn SWAPO en flokkurinn hef­ur verið við völd í Namib­íu frá því að landið fékk sjálf­stæði frá Suður-Afr­íku árið 1990. SWAPO hef­ur verið með tvo þriðju sæta á þingi lands­ins frá 1994.

Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara ...
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks

Esau og Shanghala eru á meðal sex­menn­ing­a sem kærðir hafa verið fyr­ir spill­ingu og pen­ingaþvætti í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in. 

Í dag átti dóm­stóll í höfuðborg­inni Wind­hoek að taka fyr­ir kröfu sex­menn­ing­anna um að verða leyst­ir úr haldi gegn trygg­ingu, en lög­menn þeirra féllu frá kröf­unni, án út­skýr­inga, og verða menn­irn­ir því í varðhaldi til 20. fe­brú­ar.

mbl.is