Sexmenningarnir í varðhaldi til 20. febrúar

Sexmenningarnir komu fyrir dóm í Windhoek í dag. Niðurstaðan varð …
Sexmenningarnir komu fyrir dóm í Windhoek í dag. Niðurstaðan varð sú að krafa þeirra verður ekki tekin fyrir og þeir sæta varðhaldi til 20. febrúar. Skjáskot úr myndskeiði New Era

Sexmenningarnir sem kærðir hafa verið fyrir spillingu og peningaþvætti í tengslum við Samherjaskjölin verða í varðhaldi til 20. febrúar á meðan rannsókn málsins fer fram.

Í dag átti dómstóll í höfuðborginni Windhoek að taka fyrir kröfu sexmenninganna um að verða leystir úr haldi gegn tryggingu, en lögmenn þeirra féllu frá kröfunni, án útskýringa, og verða mennirnir því í varðhaldi til 20. febrúar. Namibískir fréttamiðlar greinar frá þessu.

Tug­ir mót­mæl­enda komu saman fyrir utan dómhúsið í Windhoek um hádegisbil og kröfðust þess að sex­menn­ing­arn­ir, sem grunaðir eru um pen­ingaþvætti, mút­ur og fleira í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in, yrðu ekki látn­ir laus­ir gegn trygg­ingu. Mótmælendunum hefur þannig orðið að ósk sinni. 

Namib­íski fjöl­miðill­inn The Nami­bi­an fjall­ar um kær­urn­ar á hend­ur sex­menn­ing­un­um í dag, en Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi ráðherra í rík­is­stjórn lands­ins eru á meðal þeirra grunuðu. Hinir eru „há­karl­arn­ir“ og frænd­urn­ir James og Taw­son „Fitty“ Hatuikulipi, auk þeirra Ricar­do Gusta­vo og Pius Mwatelu­lo.

Namibísk stjórnvöld hafa þá fyrstu fimmnefndu meðal annars grunaða um að hafa þegið að minnsta kosti 103 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 860 milljóna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Samherja kvóta í landinu á undanförnum árum.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert