Mannskæð gassprenging í fjölbýlishúsi í Slóvakíu

Sprengingin átti sér stað í hádeginu í gær og eru …
Sprengingin átti sér stað í hádeginu í gær og eru að minnsta kosti sjö látnir. AFP

Að minnsta kosti sjö létust og tugir slösuðust í gassprengingu sem átti sér stað í tólf hæða fjölbýlishúsi í bænum Presov í austurhluta Slóvakíu í gær. Eins er enn saknað, en mikill eldur braust út í byggingunni eftir að sprengingin varð.

Um eitt hundrað slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn í rúman sólarhring. Eldurinn var mestur á efstu fjórum til fimm hæðum hússins. Um tíma var óttast að byggingin gæti hrunið til grunna.

„Við teljum að um það bil 40 séu slasaðir,“ segir Alena Krcova, talsmaður björgunarliðs á vettvangi, í samtali við AFP-fréttastofuna.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert