Sóttu sex lík á eyjuna

Sérsveit nýsjálenska hernum fór til Hvítueyju fyrr í dag og sótti lík sex ferðamanna sem voru á eyjunni þegar eldgos hófst þar skyndilega á mánudag.

Hermennirnir fengu mikið lof frá stjórnvöldum og almenningi fyrir hugrekkið því miklar líkur eru á öðru eldgosi á eyjunni. Strax í birtingu fóru tvær herþyrlur frá Whakatane-flugvelli til Hvítueyju að sækja líkamsleifar fólks sem var á eyjunni.

Áður en lagt var af stað var búið að staðsetja líkin sex en ekki var hægt að finna tvö lík sem vitað er að eru á eyjunni. Í nótt fylgdust jarðvársérfræðingar grannt með jarðskjálftamælum á eyjunni og hvort einhver merki væri að finna um að nýtt eldgos væri að hefjast. 

mbl.is