Bolton vill bera vitni í réttarhöldum yfir Trump

John Bolton.
John Bolton. AFP

John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, segist vera tilbúinn til að bera vitni ef óskað verður eftir því vegna ákæru á hendur Bandaríkjaforseta í tengslum við meint embættisbrot.

Demókratar telja að Bolton hafi vitneskju sem styður ákærur á hendur forsetanum um misbeitingu valds og að hann hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.

Fram til þessa hefur leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell, gefið til kynna að hann vilji ekki kalla til vitni vegna réttarhaldanna, sem eiga að hefjast síðar í þessum mánuði.

„Eftir að hafa skoðað málið vandlega hef ég ákveðið að ef öldungadeildin biður um vitnisburð þá er ég tilbúinn til að bera vitni,“ sagði Bolton í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert