90% karla leiðinleg

Brian gamli Blessed hress að vanda.
Brian gamli Blessed hress að vanda. AFP

„Allar mínar hetjur eru konur. Gegnum tíðina hafa 90% karla hér um bil drepið mig úr leiðindum. Konur hafa kennt mér allt sem ég kann,“ segir breski leikarinn Brian Blessed í eldhressu samtali við breska blaðið The Guardian.

Blessed hefur löngum þótt hrjúfur, alltént á yfirborðinu, en upplýsir í samtalinu að hann eigi sér viðkvæma og feminíska hlið. Blessed, sem er 83 ára, hefur unnið mikið með Kenneth Branagh en kveðst í samtalinu vona að því samstarfi sé lokið. „Vinátta okkar er miklu mikilvægari en að vera í einhverjum kvikmyndum, þannig að við sömdum um að hann leikstýrði mér ekki oftar.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »